Erlingur Jack Guðmundsson, leikmaður Þróttar í fyrstu deild karla, var allt annað en sáttur með dómgæsluna er Leiknir sigraði liðið með einu marki gegn engu í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 1 Leiknir R.
Guðjón Gunnarsson var rekinn af velli í byrjun síðari hálfleiks, en hann fékk þá að líta sitt annað gula spjald. Þróttarar voru duglegir að krækja sér í gul spjöld, en Erlingur var ekki sáttur með dómgæsluna sem Jan Eric Jessen hafði upp á að bjóða.
,,Mér fannst þetta vera frekar jafn leikur alveg þangað til að hann rekur manninn útaf þá verður þetta mjög erfitt. Þetta er frekar óþolandi, ég hef aldrei lent í öðru eins, við erum að fá einhver 10 gul spjöld og þetta var ekki grófur leikur," sagði Erlingur.
,,Hann missir hausinn þessi maður og þetta er til háborinnar skammar hvernig menn hegða sér í gulu treyjunum í dag, sérstaklega aðaldómarinn."
,,Við vorum að ræða þetta leikmenn inni á vellinum að þetta var alveg vonlaust, hann væri bara að flauta út í buskann í seinni hálfleik gerir hann eitt það asnalegasta sem ég hef séð á mínum ferli og það eyðileggur bara leikinn," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir