Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR í gær en hann var settur í byrjunarliðið á kostnað Halldórs Snæs Georgssonar.
Arnar kom í sumarglugganum frá HK og stóð á milli stanganna á Akureyri en Halldór sat á bekknum.
Óskar var spurður út í þessa markvarðarbreytingu í viðtali við Vísi eftir leik.
Arnar kom í sumarglugganum frá HK og stóð á milli stanganna á Akureyri en Halldór sat á bekknum.
Óskar var spurður út í þessa markvarðarbreytingu í viðtali við Vísi eftir leik.
„Mér fannst Arnar bara eiga skilið að fá að byrja, hann er búinn að koma feikilega sterkur inn síðan hann kom til okkar. Búinn að vera frábær á æfingum og frábær í klefanum og mér fannst þetta bara tímapunktur til að gefa honum leik," sagði Óskar.
„Þegar þú stendur þig vel á æfingum þá þarf það að þýða eitthvað, þá þarftu að fá eitthvað fyrir það þannig mér fannst hann bara eiga það skilið. Það hefur ekkert að gera með Halldór þannig lagað, Arnar er bara búinn að vera góður og átti skilið að fá tækifæri."
KA vann leikinn 4-2 og KR-ingar eru í fallsæti.
Athugasemdir