Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tekur tapið gegn Man Utd á sig - „Biðst innilegrar afsökunar"
Sanchez brýtur á Mbeumo
Sanchez brýtur á Mbeumo
Mynd: EPA
Robert Sanchez, markvörður Chelsea, var miður sín eftir tap liðsins gegn Man Utd um helgina og baðst afsökunar á samfélagsmiðlum eftir leikinn.

Sanchez fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Bryan Mbeumo eftir fimm mínútna leik. Enzo Maresca gerði tvöfalda breytingu í kjölfarið og Filip Jörgensen fór í markið og Tosin Adarabioyo í vörnina fyrir kantmennina Pedro Neto og Estevao.

Man Utd náði tveggja marka forystu með mörkum frá Bruno Fernandes og Casemiro í fyrri hálfleik en Casemiro fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok hálfleiksins.

Trevoh Chalobah náði að klóra í bakkann fyrir Chelsea en nær komust þeir ekki.

„Tek þetta á mig mig í dag strákar, biðst innilegrar afsökunar, liðið lagði sig mikið fram í seinni hálfleik en það dugði ekki," skrifaði Sanchez.
Athugasemdir