Heung-min Son átti frábæran leik þegar LAFC vann þriðja leikinn í röð í MLS deildinni í Bandaríkjunum í nótt.
Real Salt Lake komst yfir á heimavelli LAFC en heimamenn jöfnuðu metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Denis Bouanga skoraði eftir sendingu frá Son.
Real Salt Lake komst yfir á heimavelli LAFC en heimamenn jöfnuðu metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar Denis Bouanga skoraði eftir sendingu frá Son.
Son kom LAFC síðan yfir áður en fyrri hálfleik lauk með skoti fyrir utan teiginn.
Bouanga skoraði tvennu í seinni hálfleik en Son lagði upp fyrra markið. 4-1 sigur LAFC staðreynd. LAFC er í 4. sæti Vesturdeildar með 50 stig eftir 29 umferðir.
Athugasemdir