Það vakti athygli að Marcus Rashford byrjaði á bekknum hjá Barcelona gegn Getafe í spænsku deildinni í gær eftir frábæra frammistöðu gegn Newcastle í Meistaradeildinni á dögunum þar sem hann skoraði tvennu.
Rashford er á láni frá Man Utd en spænski miðillinn Mundo Deportivo greindi frá því að Flick hafi refsað honum fyrir að mæta of seint á liðsfund í gær með því að setja hann á bekkinn.
Rashford er á láni frá Man Utd en spænski miðillinn Mundo Deportivo greindi frá því að Flick hafi refsað honum fyrir að mæta of seint á liðsfund í gær með því að setja hann á bekkinn.
Rashford kom inn á sem varamaður fyrir Raphinha í hálfleik en Raphinha hefur einnig fengið að finna fyrir því að þurfa að sitja á bekknum eftir að hafa orðið of seinn á fund.
Rashford lagði upp þriðja mark liðsins á Dani Olmo í 3-0 sigri í gær.
Hann hefur verið frábær undanfarið en hann hefur lagt upp tvö mörk og skorað tvö í síðustu þremur leikjum.
Athugasemdir