Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var rekinn af velli í leik Fram gegn Víkingi í gær. Hann hefur einu sinni áður fengið að líta rauða spjaldið sem þjálfari en Rúnar sagði í viðtali við Sýn Sport eftir leik að þetta hefði verið fyrsta rauða spjald hans á þjálfaraferli sínum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Fram
„Fyrsta rauða spjaldið á ferlinum, ég hef alltaf náð að hemja mig þó ég hafi æst mig stundum,“ sagði Rúnar í viðtali við Sýn eftir leik.
Sú staðhæfing er þó ekki rétt því hann fékk að líta rauða spjaldið árið 2012 í viðureign gegn Selfoss í Lengjubikarnum. Rúnar var þá þjálfari KR og var rekinn af velli eftir 70 mínútna leik.
Brottvísunin kom þó ekki að sök því þremur mínútum síðar skoraði KR mark og vann 0-1 sigur gegn Selfyssingum.
Athugasemdir