Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 06. júní 2021 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Stefáns: Það var nánast verið að bjóða þeim í partí
Kvenaboltinn
Kjartan Stefánsson
Kjartan Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var óánægður með hvað leikurinn gegn Stjörnunni hafi verið kaflaskiptur en liðið er enn án sigurs eftir fyrstu fimm leiki deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Það var ekki hægt að kvarta yfir byrjuninni hjá Fylki. Liðið komst yfir á 15. mínútu en eftir að Stjarnan jafnaði á 38. mínútu þá gekk illa að halda skipulagi og bjóst Kjartan við því að mörkin myndu leka í gegn.

„Þetta var kaflaskipt fyrir okkur. Við vorum ansi fínar fram að marki en svo þegar við fáum á okkur mark þá var nú eiginlega nánast eins og við værum að bjóða þeim í partí. Ég hélt á köflum að við myndum fá á okkur tvö eða þrjú mörk," sagði Kjartan við Fótbolta.net.

„Leikplanið var að vera þéttar og fá ekki á sig mark og reyna að setja boltann skipulagðan upp völlinn."

Eins og hefur komið fram er Fylkir án sigurs en liðið hefur tapað þremur og gert jafntefli í tveimur leikjum.

„Það er að reyna að vinna næsta leik og taka einn leik í einu. Ég held að það sé planið."

„Það var ýmislegt ágætt í þessum leik en því miður alltof kaflaskiptur og það var kannski ástæðan fyrir að við töpuðum þessu,"
sagði hann í lokin.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner