City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   sun 06. júní 2021 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Stefáns: Það var nánast verið að bjóða þeim í partí
Kjartan Stefánsson
Kjartan Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var óánægður með hvað leikurinn gegn Stjörnunni hafi verið kaflaskiptur en liðið er enn án sigurs eftir fyrstu fimm leiki deildarinnar.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Það var ekki hægt að kvarta yfir byrjuninni hjá Fylki. Liðið komst yfir á 15. mínútu en eftir að Stjarnan jafnaði á 38. mínútu þá gekk illa að halda skipulagi og bjóst Kjartan við því að mörkin myndu leka í gegn.

„Þetta var kaflaskipt fyrir okkur. Við vorum ansi fínar fram að marki en svo þegar við fáum á okkur mark þá var nú eiginlega nánast eins og við værum að bjóða þeim í partí. Ég hélt á köflum að við myndum fá á okkur tvö eða þrjú mörk," sagði Kjartan við Fótbolta.net.

„Leikplanið var að vera þéttar og fá ekki á sig mark og reyna að setja boltann skipulagðan upp völlinn."

Eins og hefur komið fram er Fylkir án sigurs en liðið hefur tapað þremur og gert jafntefli í tveimur leikjum.

„Það er að reyna að vinna næsta leik og taka einn leik í einu. Ég held að það sé planið."

„Það var ýmislegt ágætt í þessum leik en því miður alltof kaflaskiptur og það var kannski ástæðan fyrir að við töpuðum þessu,"
sagði hann í lokin.

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner