Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 06. júní 2022 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verðum að fara að sjá einhverja breytingu á hugarfari í þessum hóp"
Fyrir leik í dag.
Fyrir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmanni, fannst umræðan eftir leik Íslands gegn Albaníu heldur til of vingjarnleg.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Albanía

Leikurinn endaði með jafntefli. Það eru nokkur jákvæð teikn á lofti, en við bíðum enn eftir sigri sem er ekki gegn Færeyjum eða Liechtenstein. Við höfum ekki unnið sigur gegn öðrum þjóðum en það frá því núverandi þjálfari liðsins tók við fyrir 18 mánuðum.

Síðan þá hefur auðvitað margt gerst og erfiðar aðstæður komið upp. Liðið er eiginlega nýtt og mikið er talað um þróun, en Rúrik vill fara að sjá úrslit - fara að sjá sigra.

„Það er eitt sem ég auglýsi eftir," sagði Rúrik á Viaplay. „Við verðum að fara að sjá einhverja breytingu á hugarfari í þessum hóp. Við getum ekki staðið hérna leik eftir leik og talað um einhverja þróun."

„Í íslenska landsliðið eru valdir bestu leikmennirnir sem við eigum, í A-landsliðið. Þróunin á sér stað í U21 landsliðinu. Þetta má ekki vera svona vingjarnlegt, þetta snýst um úrslit."

Kári Árnason tók undir þetta. „Hundrað prósent. Hvað ætlum við að gefa þeim langan tíma? Við þurfum að fara að sjá einhver úrslit. Til þess þurfum við leiðtoga. Það er ekki í lagi að fá á sig mark. Það er sennilega einhverjum að kenna og sá aðili þarf að fá að heyra það," sagði Kári.

„Ef allir eru alltaf bestu vinir... þetta er ekkert persónulegt," sagði Kári jafnframt.

„Ég held að það sé persónubundið hvernig menn virka, hvort að þú látir menn heyra það eða hvort menn séu vingjarnlegir eða eitthvað. Það er ákveðinn kúltur sem þarf að vaxa í þessu liði. Það sem er hægt að læra af þessum góða árangri sem náðist er það sem Lars og Heimir hömruðu stanslaust í okkur: 'Ekki gera mistök'. Þetta hljómar mjög einfalt og auðvelt að segja þetta, en þetta er kúltur sem verður til... það gengur ekki að tala um að við séum góðir frá 20. mínútu til 70. mínútu, allavega ekki oft. Þú spilar ekki alltaf frábæran leik í 90 mínútur, en þú verður að vera solid því leikur ræðst á einu augnabliki. Þú hefur ekki efni á því að gefa eftir þar," sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður.
Athugasemdir
banner
banner