Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 06. júní 2023 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema til Al-Ittihad (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema er genginn til liðs við sádí-arabísku meistarana í Al-Ittihad eftir fjórtán ár hjá Real Madrid.


Hinn 35 ára gamli Benzema skrifar undir þriggja ára samning við Al-Ittihad, sem vann sádí-arabísku deildina á dögunum. Félagið endaði fimm stigum fyrir ofan Cristiano Ronaldo og félaga í Al-Nassr.

Benzema og Ronaldo þekkjast mjög vel eftir dvöl þeirra saman hjá Real Madrid, en Benzema vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með félaginu.

Nuno Espirito Santo, fyrrum knattspyrnustjóri Valencia, Porto, Wolves og Tottenham, er við stjórnvölinn hjá Al-Ittihad og er Ahmed Hegazi, fyrrum leikmaður West Bromwich Albion, fyrirliði félagsins.

Það er mikil sókn í gangi í sádí-arabíska fótboltanum þar sem ríkisstjórn Sádí-Arabíu keypti stærstu fótboltafélög landsins og vinnur hörðum höndum að því að lokka stórstjörnur fótboltaheimsins yfir til sín. Ronaldo og Benzema eru nú þegar komnir í deildina og gæti Lionel Messi einnig verið á leiðinni ásamt fleirum.



Athugasemdir
banner
banner