Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 06. júní 2023 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Andri var ekki í A-hópnum og þá er hann í U21
Davíð Snorri.
Davíð Snorri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas.
Andri Lucas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var krefjandi og skemmtilegt. Við hittumst með þennan hóp í fyrsta skipti í nóvember og ræddum um að það yrði mikilvægt að nýta tímann þrátt fyrir að það væri langt í næstu keppnisleiki; menn þyrftu að taka ábyrgð á því hvernig þeir myndu gera þetta yfir veturinn og mér finnst þeir hafa svarað því. Það var krefjandi að velja hópinn. Það eru hæfileikaríkir leikmenn í hópnum og fyrir utan hóp; mengið er orðið stærra núna en það var í nóvember."

Þetta sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, sem tilkynnti í dag 20 manna leikmannahóp fyrir tvo æfingaleiki sem fram fara síðar í þessum mánuðum.

Róbert Orri Þorkelsson er leikjahæsti leikmaður liðsins með þrettán leiki, næstir á eftir honum koma Andri Fannar Baldursson og Kristall Máni Ingason.

„Það er dálítið okkar hlutverk að breyta mönnum í leiðtoga, hafa kannski verið hluti af hópnum á meðan aðrir hafa tekið leiðtogahlutverkið. Nú þurfum við að virkja aðra í því hlutverki í nýju liði. Það mun nýtast þeim seinna meir." Róbert Orri hefur verið fyrirliði liðsins í fyrstu tveimur verkefnum liðsins.

Munurinn á þessari ferð og síðustu tveimur verkefnum er að þessi er aðeins lengri, lengri tími saman. „Við ætlum að nýta þetta utan vallar í að virkja leiðtogana, búa til liðsheild og koma nánast klárir út um þessum glugga fyrir septembergluggann (þegar undankeppni EM hefst). Að sama skapi viljum við prófa ákveðna hluti, keyra inn taktíska hluti bæði sóknar- og varnarlega. Við erum að spila við frábæra andstæðinga og þetta er gott tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig. Þetta mun svara mörgum spurningum."

„Ég er mjög þakklátur KSÍ fyrir að hafa gefið okkur þessa leiki. Það er erfitt að fá leiki, en KSÍ er búið að bregðast við og við fáum mjög góða leiki. Þetta er hreinn undirbúningur fyrir komandi undankeppni."


Davíð Snorri vildið lítið tala um menn sem hefðu mögulega getað verið í hópnum en nefndi þó Óla Val Ómarsson, leikmann Sirius, sem glímir við meiðsli.

Andri Lucas Guðjohnsen er í U21 hópnum í fyrsta sinn á sínum ferli. Hann á að baki 15 A-landsleiki og 33 leiki fyrir yngri landsleiki.

„Það var bara tekin ákvörðun um hvar Andri væri, hann var ekki í A-hópnum og þá er hann í U21 hópnum. Eins og með aðra leikmenn; menn eru að fara á milli liða. Það er bara hlutverk okkar að vera með stabílt og jákvætt umhverfi þannig að þegar menn koma inn þá getum við fengið það besta út úr þeim. Mín reynsla er að allir leikmenn eru stoltir af því að spila fyrir Ísland."

Viðtalið við Davíð Snorra má sjá i heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner