Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 06. júní 2023 14:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri: Andri var ekki í A-hópnum og þá er hann í U21
Davíð Snorri.
Davíð Snorri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas.
Andri Lucas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var krefjandi og skemmtilegt. Við hittumst með þennan hóp í fyrsta skipti í nóvember og ræddum um að það yrði mikilvægt að nýta tímann þrátt fyrir að það væri langt í næstu keppnisleiki; menn þyrftu að taka ábyrgð á því hvernig þeir myndu gera þetta yfir veturinn og mér finnst þeir hafa svarað því. Það var krefjandi að velja hópinn. Það eru hæfileikaríkir leikmenn í hópnum og fyrir utan hóp; mengið er orðið stærra núna en það var í nóvember."

Þetta sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, sem tilkynnti í dag 20 manna leikmannahóp fyrir tvo æfingaleiki sem fram fara síðar í þessum mánuðum.

Róbert Orri Þorkelsson er leikjahæsti leikmaður liðsins með þrettán leiki, næstir á eftir honum koma Andri Fannar Baldursson og Kristall Máni Ingason.

„Það er dálítið okkar hlutverk að breyta mönnum í leiðtoga, hafa kannski verið hluti af hópnum á meðan aðrir hafa tekið leiðtogahlutverkið. Nú þurfum við að virkja aðra í því hlutverki í nýju liði. Það mun nýtast þeim seinna meir." Róbert Orri hefur verið fyrirliði liðsins í fyrstu tveimur verkefnum liðsins.

Munurinn á þessari ferð og síðustu tveimur verkefnum er að þessi er aðeins lengri, lengri tími saman. „Við ætlum að nýta þetta utan vallar í að virkja leiðtogana, búa til liðsheild og koma nánast klárir út um þessum glugga fyrir septembergluggann (þegar undankeppni EM hefst). Að sama skapi viljum við prófa ákveðna hluti, keyra inn taktíska hluti bæði sóknar- og varnarlega. Við erum að spila við frábæra andstæðinga og þetta er gott tækifæri fyrir leikmenn að sýna sig. Þetta mun svara mörgum spurningum."

„Ég er mjög þakklátur KSÍ fyrir að hafa gefið okkur þessa leiki. Það er erfitt að fá leiki, en KSÍ er búið að bregðast við og við fáum mjög góða leiki. Þetta er hreinn undirbúningur fyrir komandi undankeppni."


Davíð Snorri vildið lítið tala um menn sem hefðu mögulega getað verið í hópnum en nefndi þó Óla Val Ómarsson, leikmann Sirius, sem glímir við meiðsli.

Andri Lucas Guðjohnsen er í U21 hópnum í fyrsta sinn á sínum ferli. Hann á að baki 15 A-landsleiki og 33 leiki fyrir yngri landsleiki.

„Það var bara tekin ákvörðun um hvar Andri væri, hann var ekki í A-hópnum og þá er hann í U21 hópnum. Eins og með aðra leikmenn; menn eru að fara á milli liða. Það er bara hlutverk okkar að vera með stabílt og jákvætt umhverfi þannig að þegar menn koma inn þá getum við fengið það besta út úr þeim. Mín reynsla er að allir leikmenn eru stoltir af því að spila fyrir Ísland."

Viðtalið við Davíð Snorra má sjá i heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner