Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 22:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Reggí-strákarnir hans Heimis með sigur í fyrsta leik
Mynd: Getty Images

Jamaíka 1 - 0 Dóminíska lýðveldið
1-0 Shamar Nicholson ('16 )
1-0 Bobby De Cordova-Reid ('73, misnotað víti)


Jamaíka hóf leeik í undankeppni HM 2026 í kvöld þegar liðið lagði Dóminíska lýðveldið á heimavelli.

Leikmenn á borð við Michail Antonio og Bobby De Cordova-Reid voru í byrjunarliði Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Jamaíku.

Það var hins vegar Shamar Nicholson leikmaður franska liðsins Clermont sem tryggði Jamaíku sigur með marki eftir vel útfærða skyndisókn.

De Cordova-Reid hefði getað tvöfaldað forystuna þegar Jamaíka fékk vítaspyrnu en hann lét verja frá sér.

Jamaíka heimsækir Dóminíku í næsta leik á sunnudaginn. Liðið hefur síðan leik á Copa America þann 23. júní.


Athugasemdir
banner
banner