KR er enn án sigurs á heimavelli og Pálmi Rafn Pálmason hefur ekki tekist að næla í sigur síðan hann tók við liðinu.
KR fékk Stjörnuna í heimsókn í dag en Haukur Örn Brink kom Stjörnunni yfir þegar Róbert Frosti sendi hann í gegn eftir að hafa tekið aukaspyrnu fljótt. Haukur setti boltann fast í nærhornið.
Þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma var Benoný Breki nálægt því að jafna metin en hann átti skalla í slá og boltinn skoppaði á línuna en einhverjir Stjörnumenn vildu meina að boltinn hefði farið yfir línuna.
Í uppbótatíma tókst KR-ingum að næla í stig þar sem Axel Óskar Andrésson átti skot að marki og boltinn komst rétt yfir línuna áður en Stjörnumenn koma boltanum frá.
KR 1 - 1 Stjarnan
0-1 Haukur Örn Brink ('35 )
1-1 Axel Óskar Andrésson ('97 )
Lestu um leikinn
Viktor Jónsson fór hamförum þegar Skagamenn völtuðu yfir HK á Akranesi í dag.
Staðan var orðin 3-0 eftir um hálftíma leik en Viktor bætti fjórða markinu við undir lok fyrri hálfleiks.
Viktor bauð síðan upp á veislu í seinni hálfliek.
Hann bætti fimmta markinu við þegar Þorsteinn Aron átti hræðilega sendingu til baka beint fyrir fætur Viktors og eftirleikurinn auðveldur. Aðeins þremur mínútum síðar bætti hann sjötta marki ÍA og þriðja marki sínu við.
Hann var ekki hættur því hann bætti við sínu fjórða marki áður en Johannes Vall negldi áttunda og síðasta naglann í kistu HK eftir sendingu frá Viktori.
ÍA 8 - 0 HK
1-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('5 )
2-0 Erik Tobias Tangen Sandberg ('23 )
3-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('34 )
4-0 Viktor Jónsson ('45 )
5-0 Viktor Jónsson ('72 )
6-0 Viktor Jónsson ('75 )
7-0 Viktor Jónsson ('83 )
8-0 Johannes Björn Vall ('88 )
Lestu um leikinn
Breiðablik er að skilja Víkinga eina eftir á toppnum eftir að Blikar gerðu jafntefli gegn Vestra á Ísafirði í dag.
Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu en Sergine Fall jafnaði metin áður en flautað var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik.
Daniel Obbekjær kom Blikum aftur yfir þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Höskuldi. Það var síðan fyrrum Blikinn Benedikt Waren sem skoraði og tryggði Vestra stig í dag.
Vestri 2 - 2 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('18 , víti)
1-1 Sergine Modou Fall ('27 )
1-2 Daniel Obbekjær ('57 )
2-2 Benedikt V. Warén ('65 )
Lestu um leikinn
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |