Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. ágúst 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Vill ekki missa Adama Traore - „Þurfum að sætta okkur við það"
Adama Traore gæti farið í glugganum
Adama Traore gæti farið í glugganum
Mynd: Getty Images
Spænski vængmaðurinn Adama Traore gæti yfirgefið Wolves áður en glugginn lokar í byrjun september.

Traore eyddi síðustu leiktíð á láni hjá uppeldisfélagi sínu, Barcelona, en snéri aftur til Wolves eftir tímabilið þar sem Börsungar ákváðu að nýta ekki kaupréttinn.

Það gæti þó farið svo að hann verði ekki með Wolves á komandi tímabili en Bruno Lage, stjóri félagsins, gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Leeds um helgina.

„Ég vil halda þessum leikmönnum því þetta eru sérstakir leikmenn og gefa mér mismunandi lausnir. Við erum með fimm skiptingar og þá þurfa allir að finna það að þeir séu mikilvægir og hluti af liðinu, því það skapast pláss fyrir alla leikmenn."

„En þegar allt kemur til alls þá verðum við að skilja það að allir eru falir fyrir ákveðna upphæð og ef það kemur tilboð sem er gott fyrir leikmanninn og félagið þá er það í lagi. Við þurfum að sætta okkur við það."

„Í augnablikinu eru þetta okkar leikmenn og hin liðin þurfa að borga verð sem við teljum best svo við getum fengið tvo leikmenn inn, því þessir leikmenn eru mikilvægir,"
sagði Lage.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner