Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 06. ágúst 2024 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingavöllur KR ónýtur - Verður lagt gervigras á aðalvöllinn?
Völlurinn leit vel út þegar KA mætti í heimsókn á dögunum.
Völlurinn leit vel út þegar KA mætti í heimsókn á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gervigrasvöllurinn er ónýtur.
Gervigrasvöllurinn er ónýtur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag var rétt aðeins komið inn á þann möguleika að KR spili á gervigrasi á næsta tímabili.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fótbolti.net hefur er æfingavöllur KR, völlurinn sem venslaliðið KV spilar á, ónýtur.

Nýtt gervigras var lagt á völlinn fyrir rúmu ári síðan en það hefur þegar verið úrskuðað ónýtt; völlurinn sé hættulegur.

Meistaravellir, heimavöllur KR, hefur verið lengi að taka við sér síðustu tímabil og völlurinn ekki litið vel út framan af sumri.

Út frá þeirri staðreynd og að æfingavöllurinn er ekki nothæfur þá velta menn í Vesturbænum fyrir sér þeim möguleika að leggja gervigras á aðalvöllinn.

KR gæti því spilað á gervigrasi næsta sumar.

Framkvæmdir á KR svæðinu eiga að hefjast í haust og á að stórbæta aðstöðu félagsins.

Félagið fær nýjan heimavöll og nýtt fjölnotaíþróttahús, en sá völlur yrði ekki tilbúinn fyrir næsta keppnistímabil.

KR situr sem stendur í 9. sæti Bestu deildarinnar og er næsti leikur liðsins gegn HK á fimmtudag. Sá leikur fer einmitt fram á nýju gervigrasi í Kórnum.
Útvarpsþátturinn - Stórtíðindi á færibandi
Athugasemdir
banner
banner
banner