Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 06. ágúst 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir: Brasilía rúllaði yfir Spán í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Brasilía 4 - 2 Spánn
1-0 Irene Paredes ('6, sjálfsmark)
2-0 Gabi Portilho ('45+4)
3-0 Adriana ('72)
3-1 Duda Sampaio ('85, sjálfsmark)
4-1 Kerolin ('91)
4-2 Salma Paralluelo ('102)

Brasilía og Spánn áttust við í risaslag í undanúrslitum fótboltamóts kvenna á Ólympíuleikunum í kvöld og byrjuðu þær brasilísku talsvert betur.

Brasilía tók forystuna snemma leiks þegar Spánverjar skoruðu ansi skrautlegt sjálfsmark. Cata Coll markvörður reyndi að hreinsa boltann frá marki undir mikilli pressu en þrumaði honum þess í stað í samherja sinn Irene Paredes og þaðan skaust boltinn í netið.

Brassar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Spánverjar héldu boltanum vel en sköpuðu sér lítið, á meðan skyndisóknir Brasilíu voru stórhættulegar og tvöfaldaði Gabi Portilho forystuna í síðari hálfleik eftir magnaða fyrirgjöf frá Yasmim.

Spánverjar voru sterkara liðið í seinni hálfleik en þær brasilísku vörðust vel og nýttu færin sín. Lokatölur urðu 4-2 eftir fjörugan seinni hálfleik en sigur Brasilíu virtist aldrei í hættu.

Brasilía mætir Bandaríkjunum í úrslitaleik Ólympíuleikanna.

Spánn spilar við Þýskaland upp á bronsið.

Brasilíska goðsögnin Marta var ekki með gegn Spáni vegna leikbanns en mun að öllum líkindum spila úrslitaleikinn við Bandaríkin.

Spánn er ríkjandi heimsmeistari í kvennafótbolta og koma þessi úrslit nokkuð á óvart.
Athugasemdir
banner
banner
banner