Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   þri 06. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea í viðræðum við Mount um nýjan samning
Enski landsliðsmaðurinn Mason Mount er í viðræðum við Chelsea um nýjan samning en þetta kemur fram í Guardian.

Chelsea framlengdi samning Reece James til sex ára í gær og nú er röðin komin að Mount.

Mount er 23 ára gamall og uppalinn hjá félaginu en hann var í mikilvægu hlutverki er liðið vann Meistaradeild Evrópu á síðasta ári.

Þetta tímabil hefur ekki byrjað vel hjá Mount sem hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína.

Burt séð frá því þá er Chelsea í viðræðum við Mount um nýjan samning og mun félagið senda honum formlegt tilboð á næstu dögum.

Mount byrjaði fyrstu fimm deildarleiki Chelsea á tímabilinu en kom af bekknum í 2-1 sigrinum á West Ham um helgina.
Athugasemdir
banner