Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. september 2022 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak og Hákon byrja á bekknum gegn Dortmund - Auba byrjar
Íslendingarnir byrja á bekknum
Íslendingarnir byrja á bekknum
Mynd: Getty Images
Núna klukkan 16:45 hefst riðlakeppni Meistaradeildarinnar með tveimur leikjum. Dinamo Zagreb tekur á móti Chelsea í riðli E og Dortmund fær FC Kaupmannahöfn í heimsókn í riðli G.

Hjá FCK eru þeir Hákon Andri Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson á bekknum. Orri Steinn Óskarsson er einnig í Meistaradeildarhópi FCK fyrir veturinn en hann er ekki í hópnum í dag.

Í byrjunarliði Chelsea í Zagreb er Pierre-Emerick Aubameyang. Hann er að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Byrjunarlið Chelsea:
Kepa; Azpilicueta, Koulibaly, Fofana; James, Mount, Kovacic, Chilwell; Havertz, Aubameyang, Sterling.

Leikir dagsins:

E-riðill:
16:45 Dinamo Zagreb - Chelsea (Stöð Sport 3)
19:00 Salzburg - Milan (ViaPlay)

F-riðill:
19:00 Celtic - Real Madrid (Stöð Sport 3)
19:00 RB Leipzig - Shakhtar D (Stöð Sport 4)

G-riðill:
16:45 Dortmund - FCK (ViaPlay)
19:00 Sevilla - Man City (ViaPlay)

H-riðill:
19:00 PSG - Juventus (Stöð Sport 2)
19:00 Benfica - Maccabi Haifa (ViaPlay)
Athugasemdir
banner
banner