Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. september 2022 10:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umsókn um atvinnuleyfi hafnað - Úlfarnir áfrýja
Mynd: Getty Images
Wolves er að reyna fá framherjann Diego Costa í sínar raðir þar sem meiðsli hrjá framherja liðsins Sasa Kalajdzic og þá er Raul Jimenez einnig að glíma við hnémeiðsli.

Costa, sem er 33 ára og fyrrum leikmaður Chelsea og Atletico Madrid, er án félags sem stendur og getur Wolves því fengið hann þó að félagsskiptaglugginn sé lokaður.

Sótt hefur verið um atvinnuleyfi fyrir Costa en fyrstu umsókn var hafnað þar sem Costa er ekki með nægilega mörg stig til að fá atvinnuleyfi á Englandi. Brexit gerði það erfiðara fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi.

Wolves hefur áfrýjað ákvörðuninni og má búast við niðurstöðu á næstu tveimur sólarhringum. Það er því ennþá möguleiki að Costa verði í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætir Liverpool á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner