Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fljótasta mark í sögu franska landsliðsins
Mynd: EPA
Franski landsliðsmaðurinn Bradley Barcola kom sér í sögubækurnar hjá landsliðinu í kvöld er hann kom Frökkum yfir gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni.

Barcola, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, skoraði mark Frakka eftir aðeins 14 sekúndur.

Hann stal boltanum á vinstri vængnum, keyrði í átt að marki og þrumaði boltanum efst í vinstra hornið.

Þetta er fljótasta mark í sögu franska landsliðsins.

Staðan er 1-1 í hálfleik en Federico Dimarco jafnaði metin fyrir Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner