
Sigurður Þór Reynisson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis en liðið er fallið niður í 2. deild. Bjarni Þórður Halldórsson og Elías Hlynur Lárusson voru reknir í síðasta mánuði.
Fylkir er í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með átta stig eftir sautján umferðir af átján og örlög liðsins ráðin. Liðið féll úr Bestu deildinni í fyrra og er nú fallið niður í 2. deild.
Fylkir er í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með átta stig eftir sautján umferðir af átján og örlög liðsins ráðin. Liðið féll úr Bestu deildinni í fyrra og er nú fallið niður í 2. deild.
Sigurður Þór gerir tveggja ára samning.
„Af þeim sökum mun hann láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka en gegnir þeirri stöðu út nóvembermánuð. Stjórn BUR vill þakka Sigga innilega fyrir frábært starf í þágu yngri flokka félagsins síðustu ár. Við hlökkum til að fylgjast með honum taka næstu skref í sínum þjálfaraferli og óskum meistaraflokki kvenna til hamingju með ráðninguna," segir í tilkynningu Fylkis.
„Siggi þekkir innviði félagsins afar vel og verður mikilvægt innlegg í þá uppbyggingu sem framundan er hjá kvennaliðinu. Hann sendir jafnframt sínar bestu þakkir til allra iðkenda, foreldra, BUR-ara, samstarfsmanna og annarra hagaðila fyrir frábært samstarf hingað til."
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 17 | 15 | 1 | 1 | 69 - 14 | +55 | 46 |
2. HK | 17 | 12 | 1 | 4 | 48 - 25 | +23 | 37 |
3. Grindavík/Njarðvík | 17 | 11 | 2 | 4 | 39 - 21 | +18 | 35 |
4. Grótta | 17 | 11 | 1 | 5 | 35 - 25 | +10 | 34 |
5. KR | 17 | 8 | 1 | 8 | 42 - 42 | 0 | 25 |
6. ÍA | 17 | 6 | 3 | 8 | 25 - 33 | -8 | 21 |
7. Haukar | 17 | 6 | 1 | 10 | 26 - 44 | -18 | 19 |
8. Keflavík | 17 | 4 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 16 |
9. Fylkir | 17 | 2 | 2 | 13 | 20 - 49 | -29 | 8 |
10. Afturelding | 17 | 2 | 0 | 15 | 12 - 59 | -47 | 6 |
Athugasemdir