Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 12:00
Kári Snorrason
Antony segist hafa neitað tilboði Bayern
Antony gekk til liðs við Real Betis rétt fyrir gluggalok.
Antony gekk til liðs við Real Betis rétt fyrir gluggalok.
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Antony greindi nýverið frá því að hann hefði hafnað tilboði frá Bayern Munchen til þess að ganga til liðs við Real Betis.

Antony greinir frá þessu í samtali við spænska miðilinn COPE Partidazo. Þá segir hann hafa rætt við þýska félagið degi áður en hann skrifaði undir við Betis.

Leikmaðurinn segir ekki hafa komið til greina að fara til liðs við Bayern þar sem hann hafði þegar náð samkomulagi við Betis og bætti við að hann væri maður orða sinna.

Hann greindi frá því að hann væri ánægður með ákvörðunina, en hann segir Bayern eitt af þremur bestu félögum heims og að hann viti aldrei hvað framtíðin beri í skauti sér.

Antony þekkir vel til hjá Betis eftir að hafa verið á láni þar á síðari hluta síðasta tímabils. Leikmannakynning Antony hjá Real Betis á dögunum varð tilfinningaþrungin, þar sem kantmaðurinn var tárvotur við endurkomuna.
Athugasemdir
banner