Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 15:54
Elvar Geir Magnússon
Undankeppni HM: Kasakar svo nálægt því að jafna gegn Wales
Mynd: EPA
Kasakstan 0 - 1 Wales
0-1 Kieffer Moore ('24 )

Wales gerði góða ferð til Astana í Kasakstan og vann heimamenn í undankeppni HM.

Wales var betra liðið nær allan fyrri hálfleik og náði forystunni verðskuldað á 25. mínútu. Liam Cullen átti skalla sem Temirlan Anarbekov markvörður heimamanna varði en boltinn fór beint á Kieffer Moore, leikmann Wrexham, sem var réttur maður á réttum stað og skoraði.

Kasakstan byrjaði seinni hálfleik af krafti og Galymzhan Kenzhebek átti sláarskot á 51. mínútu og skot naumlega framhjá stuttu seinna. Í uppbótartíma áttu heimamenn svo annað slárskot, úr aukaspyrnu.

Wales náði að halda þetta út og landa naumum sigri. Liðið er á toppi J-riðils með 10 stig, tveimur stigum á undan Norður-Makedóníu sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner