
„Við áttum þennan sigur skilið, þeir gerðu ekki mikið þó að þeir hafi skorað tvö mörk en við vorum heldur ekki að brillera," sagði Ari Freyr Skúlason eftir dramatískan 3-2 sigur Íslands á Finnum á Laugardalsvelli í dag.
Ísland var marki undir í blálokin í tvö mörk í uppbótartíma, tryggðu glæsileg þrjú stig.
Ísland var marki undir í blálokin í tvö mörk í uppbótartíma, tryggðu glæsileg þrjú stig.
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 2 Finnland
Ari Freyr vildi ekki kenna Ögmundi Kristinssyni um mörkin í kvöld en hann stóð í markinu í fjarveru Hannesar Halldórssonar og segir hann einnig að Ísland hafi stjórnað leiknum allan tímann.
„Það var ómögulegt fyrir Ömma að sjá boltann en hann var nálægt. Ef við lítum á þetta yfir allt, stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu."
Ari viðurkennir að íslenska liðið var örlítið pirrað undir lokin.
„Auðvitað var pirringur í okkur, þetta var ekki okkar besti leikur," sagði Ari.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir