Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bryndís Lára og Lára Kristín yfirgefa Þór/KA (Staðfest)
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Lára Kristín Pedersen hafa yfirgefið herbúðir Þórs/KA.

„Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir tilkynnti stjórn Þórs/KA það í gær að hún myndi nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við liðið. Bryndís Lára varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2017, tók sér síðan hlé frá fótbolta en spilaði engu að síður nokkra leiki með Þór/KA í upphafi tímabils 2018 vegna forfalla. Hún kom síðan aftur á fullt með Þór/KA fyrir tímabilið 2019, en náði ekki að klára tímabilið vegna meiðsla," segir í tilkynningu Þórs/KA.

Lára Kristín hafði sagt við Fótbolta.net að hún væri á förum frá Þór/KA.

„Ég vissi að þegar ég skrifaði undir í fyrra að ég þyrfti alltaf að horfa einungis til eins árs í einu. Eftir að hafa tekið mið af persónulegum högum mínum þá tel ég það rétta ákvörðun að koma aftur í bæinn," sagði Lára.

„Það er sannarlega eftirsjá í báðum þessum leikmönnum því þær eru ekki aðeins frábærar sem leikmenn heldur einnig sterkir karakterar sem hafa gefið liðinu mikið. Þór/KA þakkar Bryndísi Láru og Láru Kristínu fyrir þeirra framlag til liðsins og óskar þeim góðs gengis á nýjum vettvangi."

Fyrr í dag var það tilkynnt að Andri Hjörvar Albertsson væri nýr þjálfari Þórs/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner