Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 06. október 2019 13:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð kom ekki við sögu í stóru tapi
Alfreð var settur á varamannabekinn fyrir leik dagsins hjá Augsburg.
Alfreð var settur á varamannabekinn fyrir leik dagsins hjá Augsburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Borussia M. 5 - 1 Augsburg
1-0 Denis Zakaria ('2 )
2-0 Patrick Herrmann ('8 )
3-0 Patrick Herrmann ('13 )
4-0 Alassane Plea ('39 )
4-1 Florian Niederlechner ('80 )
5-1 Breel Embolo ('83 )

Alfreð Finnbogason var allan tímann á varamannabekknum þegar Augsburg tapaði stórt gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni.

Alfreð hafði byrjað síðustu þrjá leiki, en var settur á bekkinn í dag.

Augsburg átti aldrei möguleika, Gladbach var komið í 3-0 eftir aðeins 13 mínútu. Staðan var 4-0 í hálfleik.

Florian Niederlechner minnkaði muninn fyrir Augsburg á 80. mínútu, en stuttu síðar gerði Breel Embolo fimmta mark Gladbach. Lokatölur 5-1 fyrir Gladbach.

Gladbach fer á toppinn í Þýskalandi með þessum sigri. Liðið er með 16 stig eftir sjö leiki. Augsburg er í 14. sæti með fimm stig.

Alfreð snýr aftur í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Leikurinn gegn Frökkum er á föstudag og leikurinn gegn Andorra á mánudeginum þar á eftir - báðir leikir á Laugardalsvelli. Alfreð missti af síðasta verkefni vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner