Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 06. október 2020 22:09
Victor Pálsson
Mistókst að fá Slimani á lokadeginum
Lyon í Frakklandi mistókst að fá sóknarmanninn Islam Slimani í sínar raðir á lokadegi félagaskiptagluggans.

Frá þessu er greint í dag en Slimani er samningsbundinn Leicester City þar sem hann fær ekkert að spila.

Lyon reyndi að fá Slimani undir lok gluggans en önnur félög spurðust fyrir um leikmanninn á síðustu dögum.

Slimani er 32 ára gamall framherji en hann var lánaður til Monaco á síðustu leiktíð og skoraði þar níu mörk í 18 leikjum.

Þessi landsliðsmaður Alsír var keyptur til Leicester fyrir fjórum árum síðan en hefur aðeins leikið 35 deildarleiki síðan þá og skorað átta mörk.

Hann verður því eitthvað áfram hjá Leicester en ljóst er að leikirnir verða fáir.

Athugasemdir
banner