Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 06. október 2024 11:50
Sölvi Haraldsson
Kristall meiddur - Verður hann með U21?
Icelandair
Kristall Máni í leik með U21 landsliðinu.
Kristall Máni í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það vakti athygli að Kristall Máni Ingason, leikmaður Sønderjyske, sem var valinn í leikmannahóp danska liðsins Sønderjyske gegn FC Nordsjælland er hvorki sjáanlegur núna í byrjunarliðinu eða á bekknum.


Leikurinn er að byrja núna klukkan 12:00 en greint hefur verið á samfélagsmiðlum Sønderjyske að Kristall sé að glíma við meiðsli og er þar að leiðandi ekki í hópnum sem hann var upprunalega valinn í.

Það er eina útskýringin sem er gefin á þessum breytingum. Kristall hefur verið fastamaður í byrjunarliði Sønderjyske á þessu tímabili en hann hefur byrjað níu af tíu leikjum Sønderjyske og skorað eitt og lagt upp eitt.

Framundan eru tveir mjög mikilvægir leikir í U21 landsliði Íslands. Þetta eru leikir gegn Litháen og Danmörku en fyrri leikurinn er heimaleikur gegn Litháen á fimmtudaginn áður en við mætum Danmörku úti á þriðjudaginn.

Kristall er í banni í fyrri leiknum gegn Litháen en vonandi fyrir U21 landsliðið verður hann tilbúinn fyrir seinni leikinn gegn Danmörku.


Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Danmörk 8 5 2 1 18 - 8 +10 17
2.    Tékkland 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
3.    Wales 8 4 2 2 13 - 11 +2 14
4.    Ísland 8 3 0 5 9 - 14 -5 9
5.    Litháen 8 1 0 7 7 - 16 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner