Spænska liðið Barcelona hefur skorað 55 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.
Börsungar unnu 5-2 sigur á Rauðu stjörnunni í 4. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Liðið hefur raðað inn mörkum undir Hansi Flick en í sextán leikjum hans sem þjálfari liðsins hefur liðið gert 55 mörk.
74 ár eru liðin síðan Barcelona skoraði 54 mörk í fyrstu sextán leikjunum en liðið gerði það þá undir stjórn Ferdinand Daucik tímabilið 1950-1951. Nýtt met var því sett í kvöld.
Ekki nóg með það þá varð Raphinha fyrsti leikmaðurinn í topp fimm deildunum til þess að komast í tveggja stafa tölu þegar það kemur að mörkum og stoðsendingum.
Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í kvöld, en hann er nú kominn með 12 mörk og 10 stoðsendingar á tímabilinu. Mögnuð byrjun hjá Brasilíumanninum.
55 - @FCBarcelona has scored 55 goles in their first 16 games of a single season in all competitions for the first time in their history (overpassing 54 goals scored in 1950/51 under Ferdinand Daucik). Steamroller. ???? pic.twitter.com/pacKtNf18h
— OptaJose (@OptaJose) November 6, 2024
Athugasemdir