Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   mið 06. nóvember 2024 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona bætti 74 ára gamalt met
Raphinha hefur farið á kostum á þessu tímabili
Raphinha hefur farið á kostum á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Spænska liðið Barcelona hefur skorað 55 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.

Börsungar unnu 5-2 sigur á Rauðu stjörnunni í 4. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Liðið hefur raðað inn mörkum undir Hansi Flick en í sextán leikjum hans sem þjálfari liðsins hefur liðið gert 55 mörk.

74 ár eru liðin síðan Barcelona skoraði 54 mörk í fyrstu sextán leikjunum en liðið gerði það þá undir stjórn Ferdinand Daucik tímabilið 1950-1951. Nýtt met var því sett í kvöld.

Ekki nóg með það þá varð Raphinha fyrsti leikmaðurinn í topp fimm deildunum til þess að komast í tveggja stafa tölu þegar það kemur að mörkum og stoðsendingum.

Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í kvöld, en hann er nú kominn með 12 mörk og 10 stoðsendingar á tímabilinu. Mögnuð byrjun hjá Brasilíumanninum.


Athugasemdir
banner
banner
banner