Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 04. desember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pressan léttist á Farke: Frábær frammistaða gegn einu besta liði heims
Mynd: EPA
Leeds vann mikilvægan og góðan sigur gegn Chelsea í gær en leiknum lauk með 3-1 sigri liðsins. Liðið stökk upp úr fallsæti með sigrinum.

Liðið var 2-0 yfir í hálfleik og Dominic Calvert-Lewin innsiglaði sigurinn eftir að Pedro Neto hafði minnkað muninn snemma í seinni hálfleik.

„Við vildum svo mikið koma liðinu aftur á fullt skrið. Stemningin á Elland Road var aftur upp á sitt besta. Frábær frammistaða frá leikmönnunum gegn einu besta liði heims," sagði Daniel Farke, stjóri liðsins.

„Við áttum þetta skilið miðað við tölfræðina. Auðvitað voru þeir meira með boltann, ég hefði viljað stjórna leiknum meira en heilt yfir sanngjarnt."

Samkvæmt veðbönkum hefur Farke verið líklegastur til að vera næsti stjóri til að vera rekinn en þessi úrslit létta aðeins á pressunni á honum. Leeds hafði tapað sex af sjö síðustu leikjum á undan þessum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner