Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 04. desember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
„Þegar stóru félögin taka eftir honum verður hann seldur fyrir risaupphæð"
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason fór heldur betur á kostum þegar FC Kaupmannahöfn vann Esbjerg í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum danska bikarsins í gær.

Leiknum lauk með 4-2 sigri FCK en Viktor Bjarki skoraði tvennu og gaf eina stoðsendingu.

Danski miðillinn Tipsbladet fjallaði um leikinn og lofsamaði Viktor Bjarka. Í umfjöllun miðilsins segir að hann og Youssoufa Moukoko hafi leikið vörn Esbjerg grátt.

VIktor Bjarki hefur skorað fimm mörk í ellefu leikjum og er ljóst að mörg félög munu hafa augastað á honum fyrr en síðar.

„Þegar stóru félögin taka eftir honum verður hann seldur fyrir risaupphæð," segir í umfjöllun Tipsbladet.

Orri Steinn Óskarsson var seldur frá FCK til Real Sociedad fyrir 20 milljónir evra síðasta sumar en FCK hefur ekki selt leikmann fyrir hærri upphæð.
Athugasemdir
banner
banner
banner