Heimild: Tipsbladet
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason fór heldur betur á kostum þegar FC Kaupmannahöfn vann Esbjerg í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum danska bikarsins í gær.
Leiknum lauk með 4-2 sigri FCK en Viktor Bjarki skoraði tvennu og gaf eina stoðsendingu.
Leiknum lauk með 4-2 sigri FCK en Viktor Bjarki skoraði tvennu og gaf eina stoðsendingu.
Danski miðillinn Tipsbladet fjallaði um leikinn og lofsamaði Viktor Bjarka. Í umfjöllun miðilsins segir að hann og Youssoufa Moukoko hafi leikið vörn Esbjerg grátt.
VIktor Bjarki hefur skorað fimm mörk í ellefu leikjum og er ljóst að mörg lið muni hafa augastað á honum fyrr en síðar.
„Þegar stóru félögin taka eftir honum verður hann seldur fyrir risaupphæð," segir í umfjöllun Tipsbladet.
Orri Steinn Óskarsson var seldur frá FCK til Real Sociedad fyrir 20 milljónir evra síðasta sumar en FCK hefur ekki selt leikmann fyrir hærri upphæð.
Athugasemdir


