Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Sævar Ingólfs verður styrktarþjálfari Kristianstad
Kvenaboltinn
Mynd: Kristianstad
Sævar Örn Ingólfsson hefur verið ráðinn til sænska félagsins Kristianstad en hann mun halda utan um styrktarþjálfun kvennaliðsins á komandi leiktíð.

Sævar Örn hefur síðustu tvö ár starfað sem styrktarþjálfari kvennaliðs Breiðabliks og fagnað góðum árangri þar, en liðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í haust og vann þá bikarmeistaratitilinn.

Nik Chamberlain hætti með Blika eftir tímabilið og tók við Kristianstad í Svíþjóð, en Sævar Örn mun aðstoða hann þar. Kristianstad greindi frá því í dag að hann taki við stöðu styrktarþjálfara hjá kvennaliðinu.

„Það er frábært tækifæri að fá að koma til frábærs félags eins og Kristianstad og halda áfram að vinna með Nik. Ég hef heyrt stórkostlega hluti um félagið og get ég ekki beðið eftir að hefja störf,“ sagði Sævar við undirskrift.

Kristianstad er mikið Íslendingalið. Alexandra Jóhannsdóttir, Elísa Lana Sigurjónsdóttir og Guðný Árnadóttir eru allar á mála hjá félaginu og þá gekk Linda Líf Boama í raðir félagsins frá Víkingum á dögunum. Elísabet Gunnarsdóttir stýrði þá liðinu við frábæran orðstír frá 2009 til 2023.


Athugasemdir
banner
banner
banner