Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fim 04. desember 2025 15:39
Elvar Geir Magnússon
Trent frá í tvo mánuði
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold átti lykilsendingar í fyrstu tveimur mörkum Real Madrid þegar liðið vann 3-0 útisigur gegn Athletic Bilbao í gær.

Trent hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta tímabili í Madríd en hann var að finna sig vel í leiknum í Bilbao. Hans besta frammistaða í Real búningnum.

Hann meiddist hinsvegar í læri í leiknum og þurfti að fara af velli á 53. mínútu. Hann fór í skoðun í dag og þá kom í ljós að hann verður frá í um tvo mánuði en BBC greinir frá.

Dani Carvajal er einnig á meiðslalistanum svo Federico Valverde þarf því að fylla í skarðið sem bakvörður.

Miðjumaðurinn Eduardo Camavinga meiddist líka í leiknum í gær. Á ökkla eftir að hafa orðið fyrir tæklingu.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner