Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 03. desember 2025 22:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool heppið að fá stig - Leeds með frábæran sigur á Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Vandræði Liverpool halda áfram en liðið gerði jafntefli gegn Sunderland í kvöld.

Florian Wirtz komst í gegn eftir 25 mínútna leik en náði ekki valdi á boltanum sem fór af Robin Roefs og aftur í Wirtz en þaðan fór boltinn í hliðarnetið.

Sunderland var nálægt því að komast yfiir stuttu síðar þegar Trai Hume átti skot fyrir utan teiginn en Alisson varði boltann í slána.

Liverpool-menn vonuðust til að sigurinn gegn West Ham um helgina hafi kveikt á liðinu en liðinu gekk afskaplega illa að skapa sér færi í kvöld.

Sunderland náði forystunni þegar Chemsdine Talbi átti skot sem fór af Virgil van Dijk og í fjærhornið, óverjandi fyrir Alisson.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma kom Florian Wirtz sér í góða stöðu inn á teignum og átti skot í Nordi Mukiele og boltinn sveif yfir Roefs og í netið.

Á lokamínútu venjulegs leiktíma átti Van Dijk skalla eftir hornspyrnu og boltinn virtist vera á leið í netið en Milos Kerkez var fyrir.

Sjö mínútum var bætt við, WIlson Isidor komst upp í skyndisókn eftir harða atlögu Liverpool. Hann komst framhjá Alisson en Federico Chiesa af öllum mönnum náði að bjarga á síðustu stundu.

Hugo Ekitike átti síðustu marktilraunina en skotið frá honum vel yfir.

Nýliðar Leeds unnu frábæran sigur gegn Chelsea. Jaka Bijol kom Leeds yfir snemma leiks þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Ao Tanaka bætti öðru markinu við þegar hann skoraði með frábæru skoti fyrir utan teiginn undir lok fyrri hálfleiks.

Pedro Neto minnkaði muninn þegar hann skoraði af stuttu færi en Dominic Calvert-Lewin innsiglaði sigur Leeds eftir skelfileg mistök í vörn Chelsea.

Leeds 3 - 1 Chelsea
1-0 Jaka Bijol ('6 )
2-0 Ao Tanaka ('43 )
2-1 Pedro Neto ('50 )
3-1 Dominic Calvert-Lewin ('72 )

Liverpool 1 - 1 Sunderland
0-1 Chemsdine Talbi ('67 )
1-1 Nordi Mukiele ('81 , sjálfsmark)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner