Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Lineker verður með þætti á Netflix yfir HM
Gary Lineker tekur að sér verkefni fyrir Netflix.
Gary Lineker tekur að sér verkefni fyrir Netflix.
Mynd: EPA
Hlaðvarpsþáttur Gary Lineker, The Rest Is Football, verður að sjónvarpsþætti meðan á HM 2026 stendur næsta sumar. Hann verður með daglega umfjöllun á Netflix og mun fá ríkulega greitt fyrir.

Þættirnir verða sendir út frá New York en mótið fer að stærstum hluta fram í Bandaríkjunum auk þess sem spilað verður í Mexíkó og Kanada.

Alan Shearer og Micah Richards verða sérfræðingar í þáttunum, líkt og í hlaðvarpinu.

Lineker er fyrrum landsliðsmaður Englands og hefur verið einn fremsti íþróttafjölmiðlamaður heims um margra ára skeið. Hann er 65 ára og yfirgaf BBC fyrr á árinu eftir mikið fjaðrafok.

Það gustaði um Lineker hjá BBC í nokkurn tíma, meðal annars vegna umdeildra færslna á samfélagsmiðlum sem tengjast pólitík. Yfirmenn BBC töldu best að leiðir stöðvarinnar og Lineker myndu skilja.
Athugasemdir
banner