Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill fá nítján ára leikmann RB Leipzig
Er Diomande framtíðararftaki Salah hjá Liverpool?
Er Diomande framtíðararftaki Salah hjá Liverpool?
Mynd: EPA
Sacha Tavolieri, íþróttafréttamaður Sky Sports í Sviss, segir að Liverpool sé í viðræðum við umboðsmenn vængmannsins Yan Diomande hjá RB Leipzig.

Arne Slot vill endurnýja kosti sína sóknarlega en þessi 19 ára leikmaður er líka á blaði hjá Tottenham.

Þýska félagið hefur hinsvegar sett 100 milljóna evra verðmiða á leikmanninn fyrir næsta sumar og spurning hvort Liverpool sé tilbúið að borga það mikið fyrir ungan leikmann sem hefur ekki reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Mohamed Salah hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili og Liverpool saknar Luis Díaz sem var seldur til Bayern München síðasta sumar.

Diomande er aðallega vinstri vængmaður en getur einnig spilað úti hægra megin eða meira miðsvæðis. Hann er með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum á þessu tímabili. Hann býr yfir miklum hraða og sprengikrafti auk þess sem hann er öflugur í knattraki.


Athugasemdir
banner
banner