Hinn ungi Viktor Bjarki Daðason er að fara á kostum hjá FC Kaupmannahöfn en hann bætti met Lamine Yamal þegar hann skoraði sitt annað mark í Meistaradeildinni á dögunum. Hann er sá yngsti til að ná þeim áfanga.
Hann átti stórleik í kvöld þegar FCK vann fyrri leikinn gegn Esbjerg í átta liða úrslitum danska bikarsins.
Leiknum lauk með 4-2 sigri FCK en Viktor Bjarki kom liðinu yfir og lagði upp þriðja markið. Staðan var 3-1 í hálfleik en Viktor Bjarki skoraði fjórða mark liðsins og innsiglaði sigurinn. Seinni leikurinn fer fram þann 13. desember.
Viktor Bjarki hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum fyrir liðið. Hann hefur komið við sögu í sex leikjum í deildinni sem varamaður.
Breki Baldursson var ónotaður varamaður hjá Esbjerg og Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður FCK.
Athugasemdir



