Sigurjón Daði Harðarson er, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, á leið í Fram. Markvörðurinn er sem stendur án félags eftir að samningur hans við Fjölni rann út.
Hann er 24 ára og var aðalmarkvörður Fjölnis komandi inn í tímabilið 2025 eftir að hafa verið varamarkvörður tímabilið á undan. Hann var líka aðalmarkvörður liðsins 2021-23.
Hann er 24 ára og var aðalmarkvörður Fjölnis komandi inn í tímabilið 2025 eftir að hafa verið varamarkvörður tímabilið á undan. Hann var líka aðalmarkvörður liðsins 2021-23.
Hann á að baki 135 KSÍ leiki, langflesta fyrir Fjölni en fyrstu meistaraflokksleikirnir komu árið 2019 með venslaliðinu Vængjum Júpíters. Á sínum tíma lék Sigurjón Daði 17 unglingalandsleiki.
Viktor Freyr Sigurðsson er aðalmarkvörður Fram og varamarkvörður liðsins á síðasta tímabili var Bjarki Arnaldarson sem var á láni frá Leikni.
Athugasemdir


