Franska kvennalandsliðið vann Svíþjóð samanlagt, 4-3, í einvígi um þriðja sæti Þjóðadeildarinnar á 3-Arena í Stokkhólmi í kvöld.
Frakkar unnu fyrri leikinn gegn Svíum, 2-1, í Frakklandi, en þær frönsku þurftu að hafa fyrir bronsinu í leik kvöldsins.
Clara Mateo virtist gulltryggði þeim þriðja sætið er hún skoraði á 58. mínútu en á lokamínútum leiksins skoruðu Svíar tvö mörk. Evelyn Ijeh skoraði á 84. mínútu og tryggði Rusul Kafaji framlengingu með marki í uppbótartíma.
Þær frönsku ætluðu ekki að láta þetta renna sér úr greipum og kom sigurmarkið frá þeim í upphafi síðari hluta framlengingarinnar með marki Kelly Gago.
Fleiri urðu mörkin ekki í Stokkhólmi og Frakkar á verðlaunapall í Þjóðadeildinni í annað sinn í röð, en síðast höfnuðu þær í öðru sæti eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í úrslitum.
Svíþjóð 2 - 2 Frakkland (3-4)
0-1 Clara Mateo ('58 )
1-1 Evelyn Ijeh ('84 )
2-1 Rusul Kafaji ('90 )
2-2 Kelly Gago ('106)
????????????????????????????????? ???????? ???????????????????????? ! ????
— Equipe de France Féminine (@equipedefranceF) December 2, 2025
Nos Bleues terminent à la 3? place de la ???????????????????? ???????????? ???????????????????????????? après leur match nul en Suède (2-2) ????
Victoire 4-3 au cumulé sur les 2 matchs. pic.twitter.com/Iiz9ym1Cd2
Athugasemdir



