Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 10:48
Elvar Geir Magnússon
Glódís fellur út af topp 100 lista Guardian
Kvenaboltinn
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kemst ekki inn á topp 100 lista Guardian yfir bestu fótboltakonur heims árið 2025.

Dómnefnd Guardian hefur aldrei verið fjölmennari en Glódís var í 41. sæti listans á síðasta ári. Hún var þá hástökkvari ársins eftir að hafa verið í 75. sæti 2023. Guardian á aðeins eftir að kynna topp tíu á lista sínum þetta árið.

Glódísi var í 22. sæti í kjörinu um Ballon d'Or undir lok síðasta árs og var þá valin íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.

Glódís er fyrirliði Bayern München sem er ríkjandi tvöfaldur meistari í Þýskalandi. Íslenska landsliðið stóð ekki undir væntingum á EM í sumar og hafnaði í neðsta sæti síns riðils, án stiga.
Athugasemdir
banner
banner