Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 02. desember 2025 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Haaland skráði sig á spjöld sögunnar
Mynd: EPA
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði 100. deildarmark sitt í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og varð hann um leið sá fljótasti til þess að ná þeim áfanga.

Hundraðasta mark Haaland kom á 17. mínútu gegn Fulham á Craven Cottage.

Jeremy Doku kom föstum bolta frá vinstri inn á miðjan teiginn á Haaland sem hamraði boltanum í netið. Norðmaðurinn gerði þetta með stæl og kom sjálfum sér í sögubækurnar.

Hann er sá fljótasti til að komast í 100 mörk en það tók hann aðeins 111 leiki. Haaland bætti þar með met Alan Shearer sem skoraði 100 mörk í 124 leikjum.

Hægt er að sjá þetta sögulega mark hér fyrir neðan.

Sjáðu sögulega markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner