Marcus Rashford hefur verið frábær í búningi Barcelona en hann er á láni frá Man Utd.
Rashford átti mjög erfitt uppdráttar hjá Man Utd undanfarin ár en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp níu fyrir toppliðið á Spáni í 18 leikjum. Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, er virkilega ánægður með hann.
Rashford átti mjög erfitt uppdráttar hjá Man Utd undanfarin ár en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp níu fyrir toppliðið á Spáni í 18 leikjum. Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, er virkilega ánægður með hann.
„Rashford er ánægður hjá okkur, hann er stórkostlegur leikmaður. Hann þjáðist svolítið í kynslóðaskiptunum hjá United. Það er mikil ábyrgð á þér þegar þú ert mikilvægur leikmaður," sagði Deco.
„United hefur átt í vandræðum með að byggja upp liðið undanfarin fimm ár. Hann var þarna, það er ekki auðvelt fyrir leikmann sem fólk krefst mikils af."
Barcelona mætir Atletico Madrid í toppslag í kvöld.
Athugasemdir




