Kristján Finnbogason er nýr markmannsþjálfari Fram í Bestu deild karla en þetta tilkynntu Framarar á Facebook í kvöld. Helgi Sigurðsson verður áfram aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar og þá verður Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson styrktarþjálfari liðsins.
Kristján býr yfir ótrúlega mikilli reynslu, bæði sem leikmaður og þjálfari.
Hann lék lengi vel í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu, ásamt því að hafa unnið Íslandsmeistaratitllinn í teymi Rúnars Kristins hjá KR.
Kristján gerir tveggja ára samning við Fram, en það eru fleiri góðar fréttir úr herbúðum Framara því Guðmundur Gígjar hefur verið ráðinn styrktarþjálfari.
Guðmundunur er í Msc-námi í íþróttavísindum og þjálfun og verið með hæstu einkunn í sínum árgangi öll árin. Hann samdi einnig til 2027.
Helgi Sigurðsson verður þá áfram aðstoðarmaður Rúnars og er samningur hans einnig til næstu tveggja ára.
Athugasemdir


