Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Dagaspursmál varðandi Saliba og Trossard
Mynd: EPA
Arsenal tekur á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Mikel Arteta, stjóri toppliðsins, spjallaði við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi í morgun og var að sjálfsögðu spurður út í stöðuna á leikmannahópi sínum.

Varnarmaðurinn William Saliba spilaði ekki í jafnteflinu gegn Chelsea á sunnudaginn.

„Ég get ekki gefið ykkur miklar upplýsingar í dag því við eigum aðra æfingu seinna í dag. Hann fékk smá högg en þetta er bara dagaspursmál," segir Arteta.

Hann segir að sama staða sé varðandi Leandro Trossard en vikuspursmál þegar kemur að Gabriel og Kai Havertz.

„Havertz er að gera vel, hann er byrjaður að taka þátt í hluta af æfingum en þarf tíma. Það er líka eitthvað í Gabriel en endurhæfing hans gengur vel."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner