Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Spánn Þjóðadeildarmeistari í annað sinn
Kvenaboltinn
Spánverjar eru Þjóðadeildarmeistarar 2025
Spánverjar eru Þjóðadeildarmeistarar 2025
Mynd: EPA
Spænska kvennalandsliðið vann Þjóðadeild Evrópu í annað sinn í röð er það pakkaði Þjóðverjum saman, 3-0, í seinni leik liðanna á Spáni í kvöld.

Börsungarnir Claudia Pina og Vicky Lopez skoruðu mörk Spánverja í síðari hálfleiknum.

Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli í Þýskalandi en Spánverjar rúlluðu yfir þær þýsku í kvöld.

Heimsmeistararnir skoruðu öll þrjú mörkin á þrettán mínútna kafla í síðari hálfleiknu. Pina kom þeim yfir á 61. mínútu áður en Lopez tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Pina gerði síðan annað mark sitt um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Spánn Þjóðadeildarmeistari í annað sinn og er því áfram eina þjóðin sem hefur unnið þessa keppni síðan hún var sett á laggirnar árið 2023.


Athugasemdir
banner
banner