Alþjóða fótboltasambandið FIFA hefur gefið það út að félög þurfi að losa leikmenn fyrir Afríkukeppnina í síðasta lagi þann 15. desember. Keppnin fer af stað þann 21. desember.
Lokadagurinn er viku síðar en fyrst var talið en Bryan Mbeumo hjá Manchester United og Mohamed Salah hjá Liverpool eru meðal stjörnuleikmanna sem taka þátt í keppninni.
Lokadagurinn er viku síðar en fyrst var talið en Bryan Mbeumo hjá Manchester United og Mohamed Salah hjá Liverpool eru meðal stjörnuleikmanna sem taka þátt í keppninni.
Salah verður því með Liverpool gegn Brighton þann 13. desember en Arne Slot, stjóri Liverpool, staðfesti í morgun að Salah færi í Afríkukeppnina þann 15. desember.
Manchester United á leik 15. desember gegn Bournemouth. Það er óvíst hvort Bryan Mbeumo, Amad og Noussair Mazraoui muni geta spilað með United í þeim leik.
Sunderland er með sjö leikmenn sem fara í Afríkukeppnina en mun geta notað sína menn gegn Newcastle þann 14. desember.
Afríkukeppnin mun ekki hafa nein áhrif á Arsenal, Chelsea og Leeds United þar sem þessi félög eru ekki með neinn leikmann hjá sér sem er á leið í keppnina.
Athugasemdir




