NK Celje í Slóveníu hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, áhuga á því að fá Daða Berg Jónsson í sínar raðir frá Víkingi.
Daði var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar að mati Fótbolta.net fyrir framgöngu sína með Vestra fyrri hluta móts.
Daði missti af seinni hlutanum vegna meiðsla sem hann er enn að jafna sig á. Hann er samningsbundinn Víkingi út 2027.
Daði var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar að mati Fótbolta.net fyrir framgöngu sína með Vestra fyrri hluta móts.
Daði missti af seinni hlutanum vegna meiðsla sem hann er enn að jafna sig á. Hann er samningsbundinn Víkingi út 2027.
Daði Berg er sóknarsinnaður miðjumaður sem fæddur er 2006. Hann lék sínn fyrsta meistaraflokksleik með Víkingi 2023. Hann á að baki 10 leiki með U19 og hefur skorað í þeim þrjú mörk.
Celje er á toppi slóvensku deildarinnar með níu stiga forskot eftir 17 umferðir, auk þess að vera meðal efstu liða í Sambandsdeildinni. Liðið hefur tvisvar orðið meistari, síðast tímabilið 2023-24. Liðið endaði í fjórða sæti á síðasta tímabili.
Athugasemdir



