Damir Muminovic gekk í raðir Grindavíkur á föstudag. Hann kemur til félagsins eftir lokaleiki Breiðabliks í Sambansdeildinni, en liðið á tvo leiki eftir í keppninni fram að jólum.
Það kom á óvart að Damir myndi semja við félag í Lengjudeildinni en hann hafði verið orðaður við félög í Bestu deildinni.
Umræðan var fljót að snúast um hversu mikið Grindavík væri að borga Damir og Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því á X að Damir fengi 900 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík.
Sigurður Óli Þorleifsson er formaður fótboltadeildar Grindavíkur og var hann spurður út í Damir.
Það kom á óvart að Damir myndi semja við félag í Lengjudeildinni en hann hafði verið orðaður við félög í Bestu deildinni.
Umræðan var fljót að snúast um hversu mikið Grindavík væri að borga Damir og Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því á X að Damir fengi 900 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Grindavík.
Sigurður Óli Þorleifsson er formaður fótboltadeildar Grindavíkur og var hann spurður út í Damir.
Þurftu Grindvíkingar að fara djúpt í sjóðinn til að sannfæra hann um að koma?
„Ég get allavega sagt það að tölurnar sem við erum búnir að sjá kastað fram eru alveg yfir strikið. En Damir er stór og öflugur karakter og við væntumst til mikils af honum. Damir var búinn að handsala við okkur áður en við töluðum um einhverjar launatölur, þetta snerist fyrst og fremst um verkefnið hjá okkur. Hann gat valið úr liðum, við bara fórum yfir með honum hvernig við sæjum hann fyrir okkur í þessu og þetta var handsalað áður en farið var í launatölur," segir Sigurður.
Athugasemdir




