Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   þri 02. desember 2025 17:46
Brynjar Ingi Erluson
U19 kvenna vann stórsigur á Kósóvó
Kvenaboltinn
Mynd: KSÍ
U19 ára landslið kvenna vann 5-0 stórsigur á Kósóvó í síðasta leiknum í fyrri umferð í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Berglind Freyja Hlynsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland og þá komust þær Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Karlotta Björk Andradóttir og Freyja Stefánsdóttir einnig á blað.

Sigur Íslands þýðir að liðið mun spila áfram í A-deild í seinni umferð undankeppninnar.

Ísland hafnaði í 3. sæti riðilsins með 3 stig en Danir unnu riðilinn með 7 stig.

Dregið verður í seinni umferðina þann 10. desember næstkomandi.
Athugasemdir
banner