Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   fim 04. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reyndist Fylki gulls ígildi á lokakaflanum og framlengir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Daríus Garðarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fylki. Samningurinn gildir út tímabilið 2027.

Benedikt er fæddur árið 1999. Hann spilaði með Fjölni í yngri flokkum áður en hann gekk til liðs við Fylki og spilaði með 2. flokki frá 2016 en hann tók sín fyrstu skref með meistaraflokki árið 2018 þegar hann spilaði með Elliða.

Hann hefur spilað 169 leiki og skorað 81 mark á ferlinum. Hann er 5. markahæsti leikmaður í sögu Fylkis með 35 mörk.

Arnar Grétarsson stýrði Fylki frá júlí mánuði og út tímabilið síðasta sumar og hrósaði Benedikt fyrir hans framlag á lokakaflanum.

„Ragnar Bragi datt út á móti Keflavík en við fengum inn Benedikt Daríus sem er alvöru leikmaður. Það voru alltaf einhver skakkaföll og bönn, þegar hópurinn er kannski ekki sá stærsti, þá er það erfiðara. Þegar menn eru að reyna komast upp þá þarf að vera hægt að spila svolítið á sama liðinu," sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net eftir tímabilið.

Hann heldur tryggð við Fylki og spilar með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar en hann hefur verið orðaður við lið úr Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner