Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 03. desember 2025 09:17
Elvar Geir Magnússon
„Víti í öllum leikjum ef þú ætlar að dæma á þetta“ - Newcastle fékk umdeilt VAR víti
Guglielmo Vicario markvörður Tottenham mótmælir við Thomas Bramall dómara. Mótmælin báru ekki árangur.
Guglielmo Vicario markvörður Tottenham mótmælir við Thomas Bramall dómara. Mótmælin báru ekki árangur.
Mynd: EPA
Anthony Gordon skoraði af vítapunktinum.
Anthony Gordon skoraði af vítapunktinum.
Mynd: EPA
Thomas Frank, stjóri Tottenham, segir að klár mistök hafi verið gerð þegar VAR dómarinn ákvað að skipta sér af baráttu í teignum og senda dómarann Thomas Bramall í skjáinn.

Newcastle tók forystuna 2-1 gegn Tottenham eftir að hafa fengið VAR víti en Cristian Romero jafnaði í 2-2 fyrir Spurs með bakfallsspyrnu og urðu það lokatölur.

En vítadómurinn umdeildi kom eftir að Bramall var sendur í skjáinn þar sem Rodrigo Bentancur var talinn hafa brotið á Dan Burn í teignum eftir hornspyrnu.

Leikmennirnir tveir voru að kljást í teignum og báðir féllu til jarðar. Bramall dómari dæmdi ekkert en breytti um skoðun eftir að hafa farið í skjáinn.

„Þetta voru klár mistök frá VAR. Dómarinn gerði rétt í að dæma ekkert, þetta var að mínu mati aldrei vítaspyrna. VAR á bara að bregðast við ef dómari gerir augljós mistök. Það þarf að fá stöðugleika í VAR ákvarðanir og ég hef rætt við nokkra frá Newcastle sem eru sammála mér um að þetta átti ekki að vera víti," segir Frank.

Víti í öllum leikjum ef þú dæmir á þetta
Margir sparkspekingar taka undir með Frank, þar á meðal Izzy Christiansen, fyrrum leikmaður enska kvennalandsliðsins.

„Það eru víti í öllum leikjum ef þú ert að fara að dæma á þetta," segir hún og Clinton Morrison, fyrrum sóknarmaður í ensku úrvalsdeildinni tekur undir.

„Það verða sex leikir á miðvikudagskvöld, sjáum hvort það verði stöðugleiki og VAR sé að fara að dæma á svona tilfelli. VAR á að láta þetta vera því það er ekki peysutog eða neitt," segir Morrison.




Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner